Kvöldroði
- Ísak Regal
- Jul 8, 2019
- 1 min read
Updated: Mar 16, 2024
ég sest á hækjur mér
hjá lækjarsprænunni
dýfi
fingrunum í vatnið
finn kaldan strauminn
silast um mig
þungur hiti sólarinnar
hvílir á andlitinu
en fyrir ofan mig rís
rengluleg trjáþyrping
sem skýlir mér
fyrir brennandi sól
ég er feginn svalanum.
ég vissi að ég myndi
verja nóttinni
í skóginum
ég hafði vitað það
síðan í morgun
og,
að ég myndi verja deginum
við ána
kannski rölti ég í bæinn
eyði síðustu krónunum á Ak-Inn
ég verð bara að vona
að enginn beri kennsl á mig
nú þegar ég er frjáls
í kvöldroðanum
tók drauga mína með mér á hótelið leyfði þeim að þjóta um öll herbergi fylla þau og glæða lykt og lit ég ásæki þennan stað hann ásækir...
fann beinagrind úr fugli í krækiberjalyngi uppi í fjallshlíðinni dó hann af náttúrulegum orsökum?
hún heldur augum sínum opnum upp á gátt meðan ég reyni að skjóta loku fyrir allt það er munurinn
Comments